Jóladagur Hádegishöfða

Hefð er fyrir því að börn og starfsfólk Hádegishöfða mæti prúðbúin í leikskólann á jóladeginum, fái rauðklædda sveina í heimsókn sem til eru í spjall, glens og gaman ásamt því að færa börnum gjafir.
Í dag var engin undantekning á því. Um gangana gengu sparibúin börn með bros á vör og gleði í hjarta.
Í útivistina komu þeir Giljagaur og Gluggagægir sem léku sér og spjölluðu við börnin. Þeir lögðu ríka áherslu á að dansað væri í kringum jólatré og lög sungin. Þá voru góð ráð dýr því ekki var hægt að dansa í kringum jólatréð okkar sem er svo nálægt leikskólanum. Jólasveinarnir lögðu til að dansað væri í kringum litla húsið á lóðinni. Auðvitað gekk það vel eins og von var á. Jólasveinarnir komu með gjafir í pokunum sínum en vildu alls ekki skilja pokana eftir hjá okkur því þá gæti Grýla orðið reið. Þeir vildu ekki eiga það á hættu því það væri óskemmtileg lífreynsla. Þeir sættust á það að skilja pakkana eftir í poka kennara sem lofaði að dreifa þeim þegar inn væri komið.
Lesin var jólasaga fyrir krakkana á Seli áður en krakkarnir á Stekk komu og sameinuðust þeim í kringum jólatréð. Í hádeginu var svo boðið upp á hangikjöt og tilheyrandi meðlæti.
 

Fréttamynd - Jóladagur Hádegishöfða Fréttamynd - Jóladagur Hádegishöfða Fréttamynd - Jóladagur Hádegishöfða Fréttamynd - Jóladagur Hádegishöfða Fréttamynd - Jóladagur Hádegishöfða Fréttamynd - Jóladagur Hádegishöfða

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn