Dagur leikskólans 6. febrúar

Dagur leikskólans
Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur 6. febrúar og hefur svo verið gert síðustu fjórtán árin.
Sjötti febrúar á sér þó lengri sögu og merkilegri því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.
Markmiðið með Degi leikskólans er að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og um leið beina athygli samfélagsins að því faglega og metnaðarfulla starfi sem innt er af hendi í leikskólum landsins á degi hverjum.