Að loknu sumarleyfi

Leikskólinn opnaði að nýju eftir sumarlokun mánudaginn 15. ágúst. Elsti árgangur síðasta vetrar er horfinn á vit nýrra ævintýra, aðrir orðinir elstir og enn aðrir yngstir.
Gleði og hamingja var ríkjandi tilfinning í hópi þeirra sem mættu og hittu vini sína á nýju. Nýjir nemendur komu í aðlögun og eru að feta sín fystu spor á Hádegishöfða. Þeim og foreldrum þeirra bjóðum við velkomin í hóp okkar.