Fögnum komu þorra

Eins og fólki er kunnugt um hefur þorrinn gengið í garð og eins og tíðgast í okkar samfélagi er haldið upp á þorrann.
Í síðustu viku voru hendur látnar standa fram úr ermum, þjóðleg höfuðföt útbjuggu krakkarnir, ásamt skrauti í salinn sem tengdist þjóðlegum mat.
Á sjálfan Bóndadaginn kom safnakennari í heimsókn og sýndi gamla muni eins og ask, kamba, snældu og strokk.
Fleiri gamlir munir voru skoðaðir sem eru í einkaeign starfsmanna leikskólans símar, ritvélar, þvottaföt, mjólkurbrúsar, kaffikanna, vog, klifberi, vöfflujárn svo eitthvað sé nefnt.
Börnin skoðuðu þessa misgömlu hlutu af áhuga því þeir eru allir ókunnir þeim.
Haldið var þorrablót í salnum okkar þar sem þorramatur var á hlaðborði. Margir voru hugrakkir að smakka þó bragðið væri stundum ókunnugt.
 
Fréttamynd - Fögnum komu þorra Fréttamynd - Fögnum komu þorra Fréttamynd - Fögnum komu þorra Fréttamynd - Fögnum komu þorra Fréttamynd - Fögnum komu þorra Fréttamynd - Fögnum komu þorra Fréttamynd - Fögnum komu þorra

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn