Dagur leikskólans 6. febrúar

Í dag er Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í fimmtánda sinn.
Markmiðið með Degi leikskólans er að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og um leið beina athygli samfélagsins að því faglega og metnaðarfulla starfi sem innt er af hendi í leikskólum landsins á degi hverjum.

Krakkar á Haga og Seli útbjuggu boðskort og buðu gestum að koma í heimsókn á Hádegishöfða. Hingað streymdu því mömmur og pabbar, afar og ömmur, frænkur og frændur, vinir og vinkonur í tilefni dagsins.

Á Seli var boðið í fjölbreytt viðfangsefni s.s. kúlubrautir, kubbar, Numicon, spil og púsl.

Á Haga var tekið á móti gestum sem boðin voru með í leik, spjall og spil.

Gestir okkar og við gestgjafarnir vorum glöð með samveruna og erum stolt af okkar starfi í leikskólanum.

Takk fyrir komuna á Hádegishöfða.

Stekkur tók ekki þátt að þessu sinni vegna aðlögunnar nýrra barna.
Fréttamynd - Dagur leikskólans 6. febrúar Fréttamynd - Dagur leikskólans 6. febrúar Fréttamynd - Dagur leikskólans 6. febrúar Fréttamynd - Dagur leikskólans 6. febrúar Fréttamynd - Dagur leikskólans 6. febrúar Fréttamynd - Dagur leikskólans 6. febrúar

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn