Tökum fagnandi á móti þorra

Þorra var tekið fagnandi á Hádegishöfða. Börnin útbjuggu hatta og hálsfestar sem þau skörtuðu á þorrablótinu okkar sem haldið var í salnum, þar var sungið, spjallað og borðaður þorramatur, börnin voru dugleg að smakka matinn sem reyndi örlítið á hugrekki þeirra og þor.
Safnakennari kom og hitti börn af Haga og Seli, sagði þeim sögu frá Kára og fjölskyldu hans, sýndi gamla hluti, fatnað, leikföng og áhöld.
Strákar, pabbar, afar, frændur og góðir vinir til hamingju með bóndadaginn. Megi hann vera okkur öllum til gleði og gæfu.

Myndir frá bóndadeginum eru til sýnis á skjánum við fatahólf.
Fréttamynd - Tökum fagnandi á móti þorra

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn